Kvikmyndin „VARNARLIÐIГ – kaldastríðsútvörður er vönduð heimildamynd sem greinir frá sögu bandaríska varnarliðsins sem dvaldi á Íslandi í rúma hálfa öld. Áhersla er lögð á að skýra umsvif og tilgang liðsaflans ásamt áhrifum sem þau höfðu á landsmenn. Margar áður óbirtar upplýsingar koma fram ásamt umfangsmiklu myndefni af starfseminni sem glæðir frásögnina lífi. Mikið af myndefninu hefur ekki áður birst opinberlega og er það sett fram í bestu fáanlegu gæðum. Í myndinni greinir fjöldi viðmælenda frá starfi sínu í eða fyrir varnarliðið og af samskiptum auk þess sem sérfræðingar leggja mat á sögulegar staðreyndir.
Myndin byggir á rannsóknavinnu Friðþórs Eydal en kvikmyndagerðarmennirnir Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason, sem báðir hafa mikla reynslu á þessu sviði, annast leikstjórn og framleiðslu.
Framleiðsla myndarinnar hefur verið langt og kostnaðarsamt verkefni en afraksturinn er einkar fæðandi og til þess fallinn að vekja verðskuldaða athygli á starfsemi sem um árabil var fyrirferðarmikill þáttur í íslensku þjóðlífi, en ávallt sveipuð talsverðri dulúð.
Heimildamyndin „VARNARLIÐIГ – kaldastríðsútvörður er um 85 mínútna vönduð mynd sem hefur tekið nokkur ár í framleiðslu og er framleidd af Ljósop ehf. ásamt KAM film í samvinnu við RÚV .
Kynningarstúfur – vimeo.com/239836423

