Refurinn  – Heimskautahöfðinginn

Refurinn – Heimskautahöfðinginn

Heimildamynd um íslenska refinn.

Mynd um lífsferil Heimskautarefsins. Þetta er saga um kraftaverk; líf refa og örlög þeirra  í harðbýlu landi.

Eftir langan og kaldan vetur gýtur læða yrðlingum og þá hefst ævintýralegur lífsferill. Yrðlingar fæðast blindir, vandir af spena á tíundu viku og læra að bjarga sér. Tólf vikna gamlir tínast þeir að heiman og upp úr því bjarga þeir sér sjálfir. Þeir leita sér að maka, byggja upp óðal og ársgamlir eru þeir komnir með sitt fyrsta got og byrjaðir að ala upp nýja kynslóð yrðlinga. Hringnum er lokað.

Þetta er 27 mínútna löng heimildamynd sem sýnd var á RÚV:

Leikstjórn: Gudbergur Davíðsson
Handrit: Guðbergur Davíðsson og Sigurður Sigurðarson
Kvikmyndataka: Guðbergur Davíðsson, Kári G. Schram, Örn Maríno Arnarson
Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir
Tónlist:: Styrmir Sigurðsson
Ensk þýðing og talsetning: Neil McMahon

Kvikmyndað var í friðlandinu Hornstrandir á tímabilinu 2013 til 2014.

Kynningastúfur:  vimeo.com/128131197

Hægt er að sjá myndina á ensku á vimeo:    vimeo.com/ondemand/thearcticfox